Niðurtalning
Fórum í þrjú hús í dag. Fyrsta húsið var í eigu bróður míns og konu hans. Fengum þar kaffi og smákökur að hætti Jóa Fel. Bragðgott, ekki vantaði það. Síðan rúlluðum við fjölskyldan til langömmu barnanna, ömmu Sigurjóns. Þar var sonurinn sýndur hratt sökum þreytu og ekki smásmuga til afslöppunar. Annað foreldrið á vaktinni, stanslaust. Vafalítið allir fegnir þegar þeirri heimsókn lauk, þó alltaf sé gaman að sækja Ólöfu heim, bakkelsi útúr dyrum og endalaus kaffiáfylling. Þaðan var haldið beina leið upp í Staðarhverfi í skötuveislu til Þorfinns og Söru. Með smá stoppi í Skeifunni til afhendingar pakka. Hræðileg umferð um Hagkaupsplanið og það eitt var meira en nóg fyrir mig. Úff. Mikið var ég fegin að hafa ekki átt leið í búð í dag. Ekki fyrir nokkurn mann að finna stæði, síðan engar körfur, allir fyrir öllum o.s.frv. Þá er nú betra að vera heima og raða skóm í skóhillur í forstofu.
Sigurjón borðaði kæsta - kæstari - kæstasta skötu. Vonandi verður hægt að kyssa hann uppúr sex á morgun.
Sigurjón borðaði kæsta - kæstari - kæstasta skötu. Vonandi verður hægt að kyssa hann uppúr sex á morgun.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home