Komin í skóla eina ferðina enn!

Wednesday, October 19, 2005

Sé í toppinn

...á blessuðu fjallinu sem blasir við mér og hefur gert undanfarnar vikur. Næsta vika er massív hvað skil á verkefnum af ýmsum toga varðar. Svona til að gefa innsýn í líf mitt þá lítur áætlunin svona út af hálfu Viðskipta- og hagfræðideildar HÍ:

25. október: skil á hálftilraun og spurningalista í Þáttum í aðferðafræði - 15%
26. október: próf í Inngangi að rekstri og stjórnun - 30%
28. október: skil á ritlingi (lítil ritgerð, sambærilegt við jeppa og jeppling!) í Samskiptum á vinnumarkaði - 10%
31. október: Skil á ritgerð í Mannauðsstjórnun - 30%

Er hálfnuð með aðferðafræðina, nánast í flúkti í lesefni við það sem kennarinn hefur núþegar farið yfir í Inngangi að rekstri og stjórnun, ekkert byrjuð á ritlingnum en jafnframt búin með ritgerðina í mannauðsstjórnun. Ákvað að setja punktinn niður einhversstaðar í gær og hætta þessu. Maður getur jú haldið endalaust áfram í ritgerðavinnu. Frekar spurning um að hætta, -stramma sig af.

En næsta mál hjá mér er þá að ná að haka út innviði ofangreinds lista. Efni ritlingsins í Samskiptum á vinnumarkaði er: Gefum okkur tvær atvinnugreinar A og B þar sem rekstur A er mun áhættusamari -- ytri áföll algengari -- en rekstur B. Segið frá því hvernig þið mynduð sníða hvatalaunakerfi að greinunum tveimur, þ.e.a.s. hvernig yrði hvatalaunakerfi A að mati ykkar frábrugðið hvatalaunakerfi B?

Komdu endilega með hugmyndir. Já og Hildur, gott að fá söguna frá þér um sálfræðilega samninginn. Ótrúlegt hvað fólk getur feilað stórt í samskiptum við aðra. Stefnan hjá mér er að læra af eigin mistökum og annarra, til að losna við að þurfa bæta á minn lista yfir mistök sem vafalítið er til staðar, -þó maður telji sig vera í ágætis málum. Svona listalega séð!

Jæja, farin.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home