Komin í skóla eina ferðina enn!

Thursday, September 08, 2005

Á fullu gasi

...já og þyrfti auka "power" til dagsverka. Allt breytt. Skólinn hafinn. Ekki einu sinni tími til að blogga. Neibb. Þrátt fyrir nýja huggulega sófann sem mættur er inn á stofugólf þá skal á hörðum borðstofustól setið. Eftir skóla. Við Hannes Hafstein (borðstofuborðið). Að lesa. Fram að barnasækelsi. Og síðan eftir átta þegar smáfólk er lagst til hvílu. Á að lesa 232 blaðsíður fyrir þriðjudaginn í einu faginu. Auðvitað á fag-ensku. Olræt. En síðan eru það greinarnar 18 sem Gylfi henti inn á Ugluna (nemendavefinn) í dag auk kafla í aðferðafræði. Að ógleymdri tveggja blaðsíðna samantekt á stjórnunartengdu efni svo og framsögu varðandi efnið. Já. Á föstudaginn, takk fyrir. Ætli ég geti fengið hluta afnotagjaldanna felldan niður í vetur?! Mun ekki horfa á sjónvarp.

En gaman er það.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home