Komin í skóla eina ferðina enn!

Saturday, August 20, 2005

Líður að tíðum...

Rigningin segir meira en mörg orð. Haustið að hellast yfir.

Fyrir ári síðan var nýr kafli að hefjast í lífi okkar í fjölskyldunni. Nýr meðlimur að fara að fæðast. Í dag, þessu ári síðar, er nýmeðlimurinn á leið út í lífið með gamlan leðurbakpoka móður sinnar. Á leið til dagmóður þar sem móðirin sjálf skal í skóla. Enn eina ferðina! Einhver hefði haldið að komið væri nóg. "Bara vel!" -eins og Bríet myndi segja það. En nei, það er víst nauðsynlegt að dæla á sig gráðunum til að haldast inni í samkeppni um djobbin fínu. En aðalástæða þessa heimilis er þó löngun til námsins, enda hlýtur það að vera besta ástæðan. Það eru forréttindi að geta farið í skóla og lært. Ótrúlega gaman líka. Svona oftast. Nema þegar rífa þar tvo úfna hausa uppúr ylvolgum rúmum í vetur, rusla þeim í fötin og út í bíl. Á fastandi maga. Skafa rúður, dúðelsi í barnastólum...hálfsofandi. Æi, hvað er þetta?!? Allt vill lagið hafa.

Er líklega búin að vera "of" lengi heimavinnandi. Eitthvað heimóttaleg orðin! Er alsæl að dúllast í gegnum daginn með dagskrárleysu mér við hlið. En kemur maður ekki meiru í verk undir pressu?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home