Komin í skóla eina ferðina enn!

Wednesday, September 14, 2005

Bókhlaðan

Fór þangað í fyrradag. Fann gamlar dagblaðsgreinar frá 1977 um verkfall opinberra starfsmanna, skrollaði í forláta filmuvél sem maður sér bara í bíómyndum og las gamla Mogga. Snilldar-apparat. Hvar ég sat þarna í lokuðu herbergi sem kvikmyndastjarna birtist þá ekki Anna gamla frá Syðra-Hvarfi á skjánum. Myndir frá réttum heima, síðan þetta fyrir 28 árum! Reyndi að prenta hana út fyrir Kittu, enda um ömmu hennar að ræða, en án árangurs. Ekkert nema svartnættið. Jæja. Það verður að hafa það. Sótti síðan Stjórnartíðindi í "lögfræði"-hillurnar og fletti upp lögum frá '77. Heimildasöfnun fyrir ritling (ritgerð sem ekki nær fullri stærð). Efnið: Opinberir starfsmenn eiga ekki að hafa verkfallsrétt. Hvað finnst þér?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home