Komin í skóla eina ferðina enn!

Sunday, October 02, 2005

Afmæli

Kerla á afmæli í dag. Í tilefni dagsins hringdi pabbi og söng. Hann sagðist jafnframt ætla að senda blóm seinna í dag. Ég lagði til að hann sleppti þeirri peningaeyðslu og biði mér frekar í cappuchino kaffibolla á kaffihúsi næst þegar við hittumst. Skömmu síðar hringd'ann aftur og var þá Gunnur búin að semja leiru í tilefni dagsins og óskarinnar um kaffið. Var leiran send í tölvupósti suður yfir heiðar og er sendingin eftirfarandi (enn einn tölvupósturinn sem birtist fyrir augu almennings!!!):

Sigurlaug Elsa
2. október 2005

Til hamingju með daginn!


Mannauð sinn hún meta kann,
manni og börnum stýrir.
Á pabba setur blómabann,
betur það útskýrir:
„Kaffibolla kann að meta,
kaupa hann þú ættir geta.”

Pabbi sinn og Gunnur
_________

Takk, takk. Sigurjón gerði reynar athugasemd við orðið "stýrir!" ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home