Komin í skóla eina ferðina enn!

Thursday, December 22, 2005

Búin

Í prófum. Er það vel. Ótrúlega gott bara. Slúttuðum með samsæti á Sögu að loknu síðasta prófinu á mánudaginn var. Þeir "hörðustu" í bransanum fóru síðan niður á Vegamót að borða. Ferlega góður matur! Fékk mér Tagliano (eða eitthvað álíka nafn) með hvítlauksristuðum humarhölum. Jeremías. Það var eins gott og það hljómar. Skemmtilegt samsæti með samnemendum, sem voru allir sammála því að gera betur í grúppuformun, þ.e. að kynnast betur og reyna að mynda einhverja stemmningu innan hópsins, en til þessa hefur hún ekki verið mikil.

Af jólahaldi þetta árið er allt sæmilegt að frétta. Ætlaði að gera ís í kvöld en verð að fresta því til morguns. Er ákveðin í því að jólin komi bara þegar klukkan slær sex á laugardag, hvort sem ég verð búin að þrífa eður ei. Gera ís eður ei. Geymslunni verður ekki breytt. Frekar en fyrri daginn. Jólin hljóta líka að koma í geymslur, sem eru fullar af drasli.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home