Komin í skóla eina ferðina enn!

Thursday, December 08, 2005

Heimilisskipti

Af því að ég nenni alls ekki að læra fyrir prófið á morgun, þá er best að tékka á póstinum mínum...hugsaði ég í morgun. Gerði það og sjá! Fleiri tilboð um heimilisskipti kominn inn í inboxið mitt. Snilldin ein.

Við fórum nefnilega í sumarfrí síðasta sumar til Danmerkur, í gegnum heimilisskiptasíðu sem við erum meðlimir að. Fengum frábært einbýlishús á Jótlandi í skiptum fyrir okkar 3ja herbergja íbúð hér í Reykjavík. Dásamlegur garður, risatstórt trampólín og sæla ein, - fyrir utan rigningu megnið af ferðinni. Fjölskyldan sem skipti við okkur mætti okkur brún og sælleg eftir Íslandsferðina á Kastrup að tæpum tveimur vikum liðnum. En í alla staði frábærlega vel heppnað dæmi.

Það sem mér finnst svo skemmtilegt við þetta er að maður getur fengið tilboð um "swap" hvaðanæva úr heiminum. T.d. í morgun var það fjölskylda frá Tel Aviv, Ísrael, sem óskaði eftir skiptum. Við vorum sammála um það, hjónaleysin, að þangað ætlum við ekki á næstunni, þannig að ég afþakkaði annars gott boð nú rétt í þessu. Síðan fengum við beiðni um skipti um páskana frá fólki í Bath á Englandi. Ákváðum að afþakka það. Verð líklega í einhverjum skólagír þá.

En rúsínan í pylsuendandum...fengum snilldartilboð nú í morgun um skipti á einbýlishúsi við Florence (45 kílómetrar frá) með einkasundlaug, heitum potti, slatta af herbergjum og öðru eins af baðherbergjum. Allt fyrir okkar 82 fermetra. Er því sýnd hratt í dag yfir þessu og hreinlega verð að selja Sigurjóni hugmyndina. Sigrún systir er jafnæst yfir þessu og ætlar AÐ SJÁLFSÖGÐU með, ef af verður. Enda erum við síams.

Jæja, best að lesa um Evrópusambandið. Það tengist jú Ítalíu...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home