Komin í skóla eina ferðina enn!

Wednesday, December 07, 2005

Prófatíð

Mikil dásemd að ljúka tímasókn nú síðasta miðvikudag. Fyrirlestrar algjörlega orðnir fyrir mér í áætlanagerð varðandi lestur fyrir próf. Ekki svossum sérstök tilhlökkun fólgin í því að fara í próf, en rétt eins og ófrísk kona á síðasta meðgöngumánuði...þá vil ég bara losna. Sama hversu hörmuleg lífsreynsla það verður. Bara klára.

Fyrsta próf hófst á laugardaginn var. Heimapróf í Stjórnun og forystu. Fengum prófið klukkan níu um morguninn og skiluðum á mánudaginn var, í síðasta lagi kl. 15:00. Ekki góð hugmynd að próffyrirkomulagi. Stanslaus vinna. Enginn lúxus þar á ferð. Gekk ágætlega, vona ég.

Nú er ég að lesa fyrir próf á föstudaginn í Samskiptum á vinnumarkaði. Algjörlega ekki í stuði fyrir það, en öllum sama líklegast. Fæ engin samúðarskeyti í póstkassann í það minnsta!

Mesti horrorinn verður þó í næstu viku. Próf í Þáttum í aðferðafræði og síðan í Inngangi að rekstri og stjórnun. Páfagaukslærdómur fyrir bæði fögin. Ég sem hélt að slík próf væru ekki í meistaranámi, - en greinilega er framhaldsskólastemmningin enn að gera sig.

Mánudagurinn 19. desember verður síðasti dagurinn í prófatíð, en þá tek ég próf í Mannauðsstjórnun. Helgin fyrir það próf verður vafalítið andlega erfið. Að halda sig við lestur og nánast komin jól. Ekki gaman. Ótrúlegt að við séum þó ekki í prófi á síðasta prófdegi við HÍ. Nei, hann er 21. desember. Aumingja þeir sem þurfa að sitja undir slíkum ósköpum.
______________

Það má enginn...ég endurtek ENGINN, segja mér hvað er gaman í jólastússi niðr'í bæ. Það má enginn segja mér hvað hann er búinn að baka mikið. Né kaupa allar jólagjafirnar. Hvað þá að laga til og skrifa jólakortin.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home