Komin í skóla eina ferðina enn!

Monday, October 31, 2005

Snúa í gang!

Svona eins og pabbi gerði við villís-jeppann forðum. Með sveif. Nenni engu eftir helgina. Þá á ég hér við námslega séð. Æi.

Ætlaði mér stóra hluti í dag. Eitthvað urðu þeir smáir. Agnarsmáir. Ákvað að fara í heimsókn til Söru með ljósin mín tvö og naut þar setu við eldhúsborðið í góðum félagsskap. Ekki að ræða það að fara heim og læra. Over my...

Verð nú líklegast að blása lífi í lesturinn á morgun. Er það ekki málið? Á morgun segir sá...ja, hreinlega bara lati. Finnst ég stundum bara búin með þennan skólapakka, en er jafnframt alveg mjög ánægð með að hafa drifið mig. Bara átak í sjálfu sér.

Hvað um það.

Fórum öll fjögur í IKEA á sunnudaginn. Uppgötvaði þar, mér til alsælu, að ég er orðin IKEA södd. Reyndar hef ég ákaflega takmarkaðan áhuga á kaupum af öllum toga. Er mettuð af dóti og allskyns glingri/húsgögnum/gardínum. Dásamleg tilfinning. Hélt ég ætti þetta ekki til. Sá fyrir mér að verða ævina út að bera heim flatpakkningar frá þeim sænsku. En nú er bara öldin eitthvað að breytast. Önnur. Kem líklega ekki einum bolla til viðbótar inn í Rimann smáa.

Eru þetta ellimerki?

1 Comments:

Post a Comment

<< Home