Komin í skóla eina ferðina enn!

Thursday, October 27, 2005

Slaki

Þar kom að því. Slaki í náminu. Nú hefur maður tíma til að vera ekki með samviskubit í allar áttir, sama hvað maður gerir: "Ætti að vera læra!" "Ætti að vera heima með mínum!" "Ætti að gefa mér tíma fyrir vinina!"

Anyway, slaki og það er fínt.

Fer í Kauphöllina á morgun í "vísindaferð" með Maestro, sem er félag meistaranema í Viðskipta- og hagfræðideild við Háskóla Íslands. Kitta mun halda þar stutt erindi ásamt tveimur öðrum og síðan verður, vona ég, eitthvað í fljótandi formi! það verður gaman að sjá nýja vinnustaðinn hennar Kittu og átta sig þannig betur á hennar lífi sem PR gellan. Ég þekki jú aðrar hliðar kerlu mun betur, s.s. eins og troðandi fyllingu í risa-kalkún á röndóttum náttbuxum, eða syngjandi "bí-bí-bí-bí!" Ætli ég verði ekki að kalla hana A.Kristínu á morgun?

Síðan er það matarboð á laugardagskvöld. Eitthvað í gangi allar helgar. Þannig á það líka að vera. Við Sigurjón höldum boðið og sjáum um aðalréttinn. Sigurjón Atli og Jóney, Sigga og Valdi og Dísa og Jóngeir mæta í uppsveitir (Grafarvoginn) og skipta forrétti, eftirrétti og víni á milli sín. Sniðugt fyrirkomulag. Einn galli þó á gjöf Njarðar. Við eigum ekki stell fyrir átta. Því er ljóst að ég þarf í Te og kaffi til að kaupa í Denby-stellið, sem nota bene er hætt að framleiða. Loforðið sem ég fékk árið 2000 þegar ég keypti stellið upphaflega, um að það yrði á markaðinum næstu 50 árin eða svo, var greinilega innantómt. Frábært! Þetta þýðir bara eitt:

Við þurfum að gifta okkur, Sigurjón!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home