Komin í skóla eina ferðina enn!

Thursday, November 17, 2005

Að byggja eða breyta

Já, íbúðin fulllítil fyrir fjögurra manna fjölskyldu. 89 fermetrar með geymslu, flott stærð og frábær staðsetning en við Sigurjón sýnd hratt og fjölskyldan orðin fjórir.

Í stað þess að byggja við, enda sá möguleiki ekki inni í myndinni, þá var brugðið á það ráð að hugsa rýmið upp á nýtt. Svossum ekkert ný hugmynd, hvorki á þessu heimili né öðrum. Svissuðum við því herbergjum eða öllu heldur fluttum Bríetina yfir í okkar herbergi og fylltum í stað barnaherbergið af amerísku rúmi. Þengill fær síðan helmings afnot af "verelsi" ásamt systur þegar hann verður tveggja ára og flytur þá rúmið sitt yfir í meyjarsvítu. Mun hentugra fyrir margra hluta sakir. Hjónaherbergið á kyrrlátasta staðnum, en barnaherbergið ofan í stofunni. Því má ætla að svefn heimsljósa verði mun betri í kjölfarið og sætaferðum ljúki máske yfir í risarúm.

Tja, hvur veit!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home