Farvegur
Já, líklega má segja að nýja lífið sé að ná einhverju jafnvægi. Finnst þó Þengillinn minn eitthvað minni en lítill þegar hann er sóttur og kemur heim eftir pössun allan daginn. Skinnalingur ekki orðinn eins árs. En hann er samt hetja. Þegar réttur í fang dagmóður á morgnana þá lætur hann sig einhvern veginn hafa það. Er ekkert "thrilled" en harkar af sér og vinkar mömmu. Hildur dagmóðir er ákaflega hlý við hann og það hjálpar í kreppunni sem mæður finna vafalítið allar fyrir á þessu afhendingar-augnabliki.
Að sitja heima við borðstofuborðið og læra á meðan aðrir fjölskyldumeðlimir eru að heiman er að komast í vana.
Er búin að koma á fót leshópi í einu faginu í skólanum, -mannauðsstjórnun. Bókin sem notast er við er ólesanleg og því varð að bregða á eitthvað ráð. Kræst. Ég fer nú ekki að taka upp á því að falla á meistarastigi. Nei. Ekki má. Þar af leiðandi þarf kerla að harka af sér, líklega eitt kvöld í viku, og halda út í myrkrið á vit skólafélaga til að ræða starfsmannahald, starfsmannastefnu, þróun, kennismiði...og hvað þetta heitir allt saman. Amm, það verður vonandi bara gaman. Svona þegar maður verður kominn á staðinn, í það minnsta.
Jæja, ætla að klára ritlinginn minn í Samskiptum á vinnumarkaði. Nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér. Á reyndar ekki að skila honum fyrr en í október. En, það verður nóg annað þá! Gamla seig er bara í skynsemiskasti.
Over and out.
Að sitja heima við borðstofuborðið og læra á meðan aðrir fjölskyldumeðlimir eru að heiman er að komast í vana.
Er búin að koma á fót leshópi í einu faginu í skólanum, -mannauðsstjórnun. Bókin sem notast er við er ólesanleg og því varð að bregða á eitthvað ráð. Kræst. Ég fer nú ekki að taka upp á því að falla á meistarastigi. Nei. Ekki má. Þar af leiðandi þarf kerla að harka af sér, líklega eitt kvöld í viku, og halda út í myrkrið á vit skólafélaga til að ræða starfsmannahald, starfsmannastefnu, þróun, kennismiði...og hvað þetta heitir allt saman. Amm, það verður vonandi bara gaman. Svona þegar maður verður kominn á staðinn, í það minnsta.
Jæja, ætla að klára ritlinginn minn í Samskiptum á vinnumarkaði. Nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér. Á reyndar ekki að skila honum fyrr en í október. En, það verður nóg annað þá! Gamla seig er bara í skynsemiskasti.
Over and out.