Ekki besti bloggarinn
Það er ljóst. Ég hef ekki staðið mig í stykkinu. En það er jú einu sinni svo að ekki hefur fundist sérstök þörf fyrir slíkan verknað lengi, þar sem maður er nett búinn á því á kvöldin og má þakka sínu sæla að brjóta saman þvottinn og setja í enn eina vélina. Bloggið hefur því fengið að bíða.
Af okkur hjónunum er allt gott að frétta. Náttúrulega helstu fréttirnar þær að við erum orðin hjón. All skondið fyrirbæri að vera giftur. Svei mér ef mér finnst þetta ekki vera málið bara.
Alltaf eitthvað á döfinni hjá okkur. Næsta mál á dagskrá er að fara til Baltimore. Jú jú mikið rétt. Nú á að kynnast ameríska draumnum og upplifa þetta á eigin skinni. Ég er með eitt á stefnuskránni og það er að fá mér myndarlegan humar á einhverjum sjávarréttastað við höfnina. Gott hvítvín með. Ganga síðan um borgina, hönd í hönd við eiginmanninn og njóta þess að vera til. Allt annað verður plús. Fötin sem ég mun kaupa mér, fyrir börnin, dótið, búningar á krakkana (prinsessubúningar eru víst málið að mati Bríetar) og svo allar jólagjafirnar í ár. Má ég þó benda á að ég verð aðallega á sjávarréttastað með hvítvín í hönd og skál fyrir tómar skeljar. MMmmmmm.
Er alltaf að skoða fasteignavef mbl. Þó af minni áfergju en verið hefur. Við Sigurjón erum í skynsemiskasti og ætlum að reyna að þrauka í áttatíufermetrunum eitthvað áfram. Fæ þó vissulega kast reglulega en næ að bægja því frá mér. Skynsemiskast er í raun ágætist kast. Nú skal safnað!
Af okkur hjónunum er allt gott að frétta. Náttúrulega helstu fréttirnar þær að við erum orðin hjón. All skondið fyrirbæri að vera giftur. Svei mér ef mér finnst þetta ekki vera málið bara.
Alltaf eitthvað á döfinni hjá okkur. Næsta mál á dagskrá er að fara til Baltimore. Jú jú mikið rétt. Nú á að kynnast ameríska draumnum og upplifa þetta á eigin skinni. Ég er með eitt á stefnuskránni og það er að fá mér myndarlegan humar á einhverjum sjávarréttastað við höfnina. Gott hvítvín með. Ganga síðan um borgina, hönd í hönd við eiginmanninn og njóta þess að vera til. Allt annað verður plús. Fötin sem ég mun kaupa mér, fyrir börnin, dótið, búningar á krakkana (prinsessubúningar eru víst málið að mati Bríetar) og svo allar jólagjafirnar í ár. Má ég þó benda á að ég verð aðallega á sjávarréttastað með hvítvín í hönd og skál fyrir tómar skeljar. MMmmmmm.
Er alltaf að skoða fasteignavef mbl. Þó af minni áfergju en verið hefur. Við Sigurjón erum í skynsemiskasti og ætlum að reyna að þrauka í áttatíufermetrunum eitthvað áfram. Fæ þó vissulega kast reglulega en næ að bægja því frá mér. Skynsemiskast er í raun ágætist kast. Nú skal safnað!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home