Komin í skóla eina ferðina enn!

Sunday, March 19, 2006

Sunnudagur

Hvernig stendur á því að mér finnst sunnudagar ekki eins ljúfir frídagar og laugardagar? Auðvitað er um jafnlanga daga að ræða. Mánudagar ná hreinlega að smita þá. Synd og skömm!

Áttum annars ljúfa helgi. Hefði átt að læra, en gerði það ekki. Vikan sem leið reyndist mér ansi þung í skólanum þannig að ég hreinlega lét allt slíkt í friði. Gott mál. Ætla ekki að hafa samviskubit yfir því.

Það sem stendur upp úr hjá okkur hjónaleysum er föstudagurinn. Við keyptum fyrirtæki. Venjulega ekki í slíkum gjörningi. Tekin mynd af okkur í handsali við fyrrum eiganda. Leið eins og Halldóri Ásgríms. Vonandi þá á góðum degi:) Á laugardag sótti Sigurjón síðan fyrirtækið, setti það í skottið og keyrði með það á nýjan stað. Bankastræti 5. Flottur staður fyrir fyrirtæki! En ansi fyndið að koma lífsviðurværi fyrir í einu skotti.

Jafnframt má þá með sanni segja að ég er komin með vinnu. Hjá sjálfri mér! Ætli einhver annar hefði ráðið mig?

Tróðum okkur síðan í brunch á laugardegi til Kittu. Á sunnudegi til Signýjar og Sigurgeirs. Gaman að stunda vinahitting um helgar, enda lítill tími til slíks á virkum dögum. Sér í lagi eftir að ég hóf hopp í World class.

En framundan er mánudagur. Þó ekki til mæðu. Nei, heldur til vinnu!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home