Komin í skóla eina ferðina enn!

Monday, October 23, 2006

Frábær dagur!

Ég fylgist mjög vel með þessum vef hér. Ég veit alveg hvaða eignir eru nýjar og hverjar eru það ekki, hvaða verð var á þeim sem mér líst á og hversu mikið þær hafa lækkað o.s.frv. Til dæmis er ekki sjálfgefið að það sé rétt og satt sagt frá um "nýja" eign. Eignir sem þarf að selja eru skráðar inn hjá sumum fasteignasölum sem sí-nýjar, til að þær poppi sem helst upp í leit hjá saklausum húsnæðisleitandi aðilum. En ég veit betur! Þýðir greinilega ekkert að leika á mig í þessum málum! Ég læt ekki hafa af mér aleiguna fram í framtíðina með blekkingum:)

Hvað um það! Ég sá nýja, og þá meina ég nýja, eign auglýsta á föstudaginn. Hún kitlaði mig strax, staðsett í Vættaborgum með sjávarútsýni og sitt lítið af öðru sem mér finnst áhugavert. Parhús á 33,5 millur. 152 fm. Spennandi. Jæja, ég keyrði framhjá um kvöldið, aftur daginn eftir og nú með alla fjölskylduna. Fínt, fullt af möguleikum. Síðan ákváðum við hjónin að fara að skoða slotið í dag. Vá hvað það var frábært! Hreinasta unun að lenda í þessu. Að hafa eitthvað hús fyrir augunum í tölvunni heima, sem maður ímyndar sér að sér bara málið. Sjá fyrir sér að fara ekki alveg á hausinn við að kaupa það og gera það að sínu. Pæla í hlutunum. Vita að það væri skynsamlegasta í stöðunni að sitja á sínum seðlum núna og safna. Safna - safna - safna. Ekki eyða - eyða - eyða! Til að gera langa sögu ekki enn lengri þá var þetta alveg hræðilegt að innan. Vá, það var svo illa farið og alltof lítið og megn lykt þar inni og bara í alla staði off. Ég myndi ekki vilja það þó ég fengi það á slikk. Úff! Við vorum alsæl bæði tvö þegar við keyrðum í burtu. Frábær dagur! Við erum ekki að fara að kaupa hús. Bara að spara!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home