Sunday, February 26, 2006
Saturday, February 25, 2006
Átaksupphaf 6. mars
Nú er komið að skuldadögum. Læsti sjálfa mig og tæpar nítjánþúsundirkróna inni á reikningi WorldClass nú rétt í þessu. Minnkun framundan!
Stórskemmtilegt próf á netinu
Hermi hér með eftir Sigurjóni Gladiator...
You scored as Captain Jack Sparrow. Roguish,quick-witted, and incredibly lucky, Jack Sparrow is a pirate who sometimes ends up being a hero, against his better judgement. Captain Jack looks out for #1, but he can be counted on (usually) to do the right thing. He has an incredibly persuasive tongue, a mind that borders on genius or insanity, and an incredible talent for getting into trouble and getting out of it. Maybe its brains, maybe its genius, or maybe its just plain luck. Or maybe a mixture of all three.
Which Action Hero Would You Be? v. 2.0 created with QuizFarm.com |
Wednesday, February 22, 2006
Brúðarkjólaleiga Dóru
Gekk inn í leiguna og við mér blasti bleikur brúðarkjóll. Á ofhlaðinni slá voru síðan svaðalegir kjólar, velflestir skósíðir með pallíettum, til leigu. Samkvæmiskjólar. Úlala. Fór með tvo til málamynda inn í mátunarklefa, dró hvítt tjald fyrir og hóf mátun. Afgreiðslukona, sem reykt hafði ófáa pakka um ævina, bauð í sífellu fram hjálp sína. Vildi ólm koma inn í fyrir tjaldið og renna upp. Eitthvað var ég treg til, enda ekki týpan til að vilja blanda bláókunnugum gul-fingrum, sem hvít..., á síður mínar. Leist ekki á spegilmyndina og hafnaði báðum kostum. Gekk út með bíllykilinn í hendinn og engan kjól. Verð líklega bara í denim.
Monday, February 20, 2006
mánudagur
Já, eftir helgi kemur víst mánudagur. Hlýr mánudagur í dag. Gott mál. Ótrúlegt en satt þá er febrúar brátt á enda. Rétt rúmlega vika og búmm...mars. Þá verður nú skólinn svo gott sem búinn. Bara rúmlega mánuður eftir. Skólasókn lýkur 7. apríl og því ljóst að kerla verður að herða sig í lestri. Ætlaði að taka pakkann með trompi í byrjun annar, en síðan hefur eitthvað losnað um slík áætlanahöft. Verkefni framundan sem ég þarf að klára fyrir 7. apríl eru:
45% paraverkefni - Mat á árangri
45% einstaklingsritgerð - Mat á árangri
30% hópverkefni - Stefnumiðuð stjórnun
25% hópverkefni - Stjórnun þjálfunar og starfsþróunar
15% hópverkefni - Vinnusálfræði
35% paraverkefni - Vinnusálfræði
Já, semsagt...Elsa; hættu að blogga!
45% paraverkefni - Mat á árangri
45% einstaklingsritgerð - Mat á árangri
30% hópverkefni - Stefnumiðuð stjórnun
25% hópverkefni - Stjórnun þjálfunar og starfsþróunar
15% hópverkefni - Vinnusálfræði
35% paraverkefni - Vinnusálfræði
Já, semsagt...Elsa; hættu að blogga!
Wednesday, February 15, 2006
Árshátíð KB banka framundan
Ja man. Verð víst að fara að fara í háralitun, panta ljósatíma, leggja af, skipta um nef, kaupa mér sokkabuxur og síðast en ekki síst...LEIGJA KJÓL.
Sigurjón kom heim í dag með þær fregnir að búið væri að auglýsa í bankanum ákveðnar kjólaleigur sem bankinn hefur fengið tilboð hjá. Snilld. Þar með er búið að koma því inn hjá öllum gellum og gæjum, raunverulegum sem vonabís, að útlitið skipti öllu.
Ætli bankinn verði með afslátt á förðun, fitusogi og hárlögn?!
Sigurjón kom heim í dag með þær fregnir að búið væri að auglýsa í bankanum ákveðnar kjólaleigur sem bankinn hefur fengið tilboð hjá. Snilld. Þar með er búið að koma því inn hjá öllum gellum og gæjum, raunverulegum sem vonabís, að útlitið skipti öllu.
Ætli bankinn verði með afslátt á förðun, fitusogi og hárlögn?!
persónuleikapróf
Gerði persónuleikapróf á netinu mér til yndisauka. Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:
Take Free Career Test
personality tests by similarminds.com
Career Inventory Test Results
|
personality tests by similarminds.com