Komin í skóla eina ferðina enn!

Sunday, July 30, 2006

Húsnæðismál

Hin eilífa spurning þessar vikurnar er eitthvað á þessa leið: Should I stay og should I go! Hér er þá átt við það hvort fjölskyldan knáa í Berjarima skuli halda kyrru fyrir í íbúðarsmæð sinni og hlæja að greiðslubyrði húsnæðislána í hverjum mánuði eða gerast Bubbi kóngur og kaupa drauminn...hver sem hann svo er og hvar. Enn sem komið er hefur það fyrr ritaða unnið í baráttunni og skynsemin verið öllu yfirsterkari. Húsnæðismál eru skerí núna. Þorum ekki að leggja út í þessa vitleysu. Því hefur verið lagt í enn frekari hagræðingar á heimilinu og mublum komið fyrir í geymslu til að húsmóðir öðlist sálarró og nái andanum. Það er líklega betra en að fara í skuldafangelsi með mynd af tvöhundruðfermetra draumahúsi í vasanum:)

Tölvuleysi

Sumarfríið kom mér fyrir sjónir (ef maður getur séð sumarfrí) sem riddari á hvítum hesti sem þeysti niður Bankastrætið og bjargaði mér. Loksins komið frí eftir veturinn og vorið, sem ekki var síður töff vegna fyrirtækisins nýja.

Við Sigurjón hlóðum nýja bílinn (þeir geta þetta þessir fyrirtækiseigendur ma'r) deginum áður og því var okkur ekki til setunnar boðið eftir að fríið hófst...norður norður norður. Dásamlegt fyrirbæri þetta sumarfrí. Hver fann eiginlega upp á þessu?