Komin í skóla eina ferðina enn!

Monday, May 22, 2006

Annasamur tími að baki

Svo sannarlega. Hélt ég hefði þetta vart af. Búin að afskrifa allskyns vini og kunningja...hunsa öll boð um hitting og allt í stressi. En nú er prófum lokið og svei mér ef ég þarf nokkuð að sitja próf í HÍ á næstunni. Held ekki bara. Síðan hefur uppátæki okkar Sigurjóns varðandi fyrirtækiskaup tekið tímana tvo hjá okkur báðum og toll. Sigurjón hefur þó staðið sig hvað best, sótt börnin blessuð fyrir fjögur alla virka daga, jafnvel farið í vinnu eftir að ég dragnast heim eða setið og forritað nýja heimasíðu fyrir vinnuna fram á nótt. En nú er búið að kynna okkur ný-eigendur til sögunnar og kokteilboð afstaðið...og því ekkert annað eftir en mæta til vinnu eins og fín dama í dragt og pakka niður í kassa á kvöldin. Fjölskyldan flytur í Garðsstaði. Þrátt fyrir annir framundan þá eru þær ekki neitt miðað við það sem á undan er gengið og því tóm sæla að vera til!

Saturday, May 13, 2006

Prófum lokið í HÍ

Í tilefni prófloka í námi mínu við HÍ þetta sinnið sendi pabbi ásamt Gunni mér þessa vísu:

Til hamingju


Höldum Elsu hátt á loft
henni finnst nú gaman.
Þetta gerist ansi oft
að hún lýkur háskólaprófi!!!

Hjartans hamingjuóskir duglega dóttla.

Pabbi sinn og Gunnur